Umhverfis- og auðlindastefna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 258
5. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga um að mörkuð verði sérstök auðlindastefna fyrir Hafnarfjörð. Sérstaklega verði hugað að varðveislu auðlinda í eigu Hafnarfjarðarbæjar, menningarlegra sérkenna bæjarins hvað varðar byggingarlist, sögu, minjar og náttúrufar. Skipulags- og byggingarráð fól 22.06.10 skipulags- og byggingarsviði að vinna að mótun slíkrar stefnu í samvinnu við umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21. Lagt fram minnisblað staðardagskrárfulltrúa, sem Umhverfisnefnd vísaði 29.09.10 til skipulags og byggingarráðs. Umhverfisnefnd leggur jafnframt til við skipulags og byggingarráð að stofnaður verði vinnuhópur til að vinna að gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt að að mótun auðlindastefnu komi bæði fulltrúar starfsmanna, bæjarfulltrúa, nefndafólks sem og almennra íbúa og hagsmunaaðila.
Staðadagskrárfulltrúa verði falið að taka saman yfirlit yfir auðlindastefnur annarra sveitarfélaga og jafnvel erlendis.   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfisnefndinni að vinna áfram að málinu.