Umhverfis- og auðlindastefna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 641
23. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný lokadrög skýrslu starfshóps um umhverfis- og auðlindastefnu en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um skýrsluna á fundi sínum 1.11. s.l.
Svar

Skipulags- og byggingarráð lýsir yfir ánægju með þær áherslur sem koma fram í drögum að umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar og leggur áherslu á að í umhverfis- og auðlindarstefnu Hafnarfjarðarbæjar þurfi að bæta við ákvæði um kolefnisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval, sjálfbært skipulag þéttbýlis og sjálfbærni og vistvænni hugsun í allri hönnun á ferli skipulags. Skipulags- og byggingarráð bendir einnig á stefnumótun sem kemur fram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026.