Skipulags- og byggingarráð lýsir yfir ánægju með þær áherslur sem koma fram í drögum að umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar og leggur áherslu á að í umhverfis- og auðlindarstefnu Hafnarfjarðarbæjar þurfi að bæta við ákvæði um kolefnisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval, sjálfbært skipulag þéttbýlis og sjálfbærni og vistvænni hugsun í allri hönnun á ferli skipulags. Skipulags- og byggingarráð bendir einnig á stefnumótun sem kemur fram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026.