Undirhlíðanáma, umsókn um afnot
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 255
24. ágúst, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf dags. 25. júní 2010 frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar þar sem félagið óskar eftir afnot af námu við Undirhlíðar ásamt efni til þess að búa til aksturaðstöðu. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21, sem tekur neikvætt í erindið sökum vatnsverndar og neikvæðum áhrifum hljóðmengunar á útivist o.fl.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu og tekur undir bókun umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21: "Nefndin telur ekki að hægt sé að verða við erindi sem þessu þar sem náman er á vatnsverndarsvæði og mjög stutt er niður á grunnvatn. Einnig er hætt við að hljóðmengun verði það mikil að hún muni valda útivistarfólki og íbúum Valla og Áslands 3 miklu ónæði. Nefndin vill benda á að akstursíþróttafólk hefur aðstöðu í Kapelluhrauni fyrir íþrótt sína og er vilji fyrir því í nefndinni að hefja umræður um nýtingu þess svæðis." Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt að sökum umhverfisáhrifa sé akstursíþróttum safnað á einn hentugan stað, og hefur akstusíþróttasvæðið í Kapelluhrauni verið valið og skipulagt með það í huga.