Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu og tekur undir bókun umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21: "Nefndin telur ekki að hægt sé að verða við erindi sem þessu þar sem náman er á vatnsverndarsvæði og mjög stutt er niður á grunnvatn. Einnig er hætt við að hljóðmengun verði það mikil að hún muni valda útivistarfólki og íbúum Valla og Áslands 3 miklu ónæði. Nefndin vill benda á að akstursíþróttafólk hefur aðstöðu í Kapelluhrauni fyrir íþrótt sína og er vilji fyrir því í nefndinni að hefja umræður um nýtingu þess svæðis." Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt að sökum umhverfisáhrifa sé akstursíþróttum safnað á einn hentugan stað, og hefur akstusíþróttasvæðið í Kapelluhrauni verið valið og skipulagt með það í huga.