Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 254
3. ágúst, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Lagt er til að svæðinu verði skipt í tvennt. Annars vegar verði norðurhlutinn að mörkum deiliskipulags Víðisstaðatúns, áfram nefndur Norðurbær, og hins vegar verði suðurhluti svæðisins frá og með húsum við Hraunbrún að viðbættu svæði að Reykjavíkurvegi að austan og mörkum Norðurbakkaskipulags að sunnan, nefndur Vesturbær, og unnar tvær aðskildar deiliskipulagsbreytingar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði unnið í tveimur hlutum á þann hátt sem skipulags- og byggingarsvið leggur til.