Cuxhavengata 1, byggingarstig og notkun.
Cuxhavengata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 445
30. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 09.03.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.10.12 eiganda skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli til eiganda að sækja um endurtekna lokaúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122083 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037623