Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð SBH frá 19.okt.sl.
Teknar fyrir á ný tillögur skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina, sem heimili viðbyggingu bílastæðis og kjallara að lóðamörkum Brekkugötu 26. Breytingin nær einnig til stækkunar á Suðurgötu 27. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá 1981 fyrir lóðina Selvogsgata 1, sem heimilar viðbyggingu bílastæðis og kjallara að lóðamörkum Brekkugötu 26. Breytingin nær einnig til stækkunar á Suðurgötu 27. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."