Selvogsgata 1, deiliskipulag, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1645
27. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð SBH frá 19.okt.sl. Teknar fyrir á ný tillögur skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina, sem heimili viðbyggingu bílastæðis og kjallara að lóðamörkum Brekkugötu 26. Breytingin nær einnig til stækkunar á Suðurgötu 27. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá 1981 fyrir lóðina Selvogsgata 1, sem heimilar viðbyggingu bílastæðis og kjallara að lóðamörkum Brekkugötu 26. Breytingin nær einnig til stækkunar á Suðurgötu 27. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122174 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037689