Fyrirspurn
Eigendur Breiðvangs 65 kvarta yfir girðingu milli Breiðvangs 63 og Norðurvangs 8, sem nær fullri hæð allt að meintum lóðamörkum þeirra, og telja endastaur girðingarinnar vera innan sinna lóðarmarka. Girðingin er með skriflegu samþykki eigenda Breiðvangs 63 og Norðurvangs 8 og fyrir liggur sú umsögn eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs að staurinn sé á þessum meintu lóðamörkum en ekki innan lóðar nr. 65. Eigendur Breiðvangs 65 töldu eigendur Breiðvangs 63 einnig ætla að reisa girðinu milli lóðanna Breiðvang 63 og 65 án þeirra samþykkis. Eigendur Breiðvangs 63 hafa upplýst að horfið hafi verið frá því. Skipulags- og byggingarfulltrúi ályktaði 07.07.10 að girðing umhverfis Breiðvang 63 væri án heimildar, og bæri eiganda að sækja um leyfi fyrir henni eða fjarlægja að öðrum kosti. Með umsókn skyldi fylgja skriflegt leyfi frá lóðarhöfum þeirra lóða sem girðingin liggur að. Við nánari skoðun kom í ljós kom að um sameignarlóð er að ræða, og engin lóðamörk eru því milli lóða nr. 63 og 65. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti því á að íbúum raðhússins bæri að stofna húsfélag í samræmi við 13. grein laga um fjöleignahús. Húsfélaginu bæri að taka málið upp og sækja um leyfi fyrir girðingar. - Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Holbergssyni dags. 06.10.11, þar sem fram kemur álit lögfræðings Húseigendafélagsins að húsfélag sé nú þegar til staðar, þar sem lögin kveði á um það.