Heilsueflandi framhaldsskóli, verkefni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1642
15. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð FJÖH frá 8.sept. sl. Til fundarins mættu skólameistari og mannauðsstjóri Flensborgarskóla og kynntu verkefnið sem er á vegum Lýðheilsustöðvar. Óskað hefur verið eftir að Hafnarfjarðarbær gerist formlegur samstarfsaðili. Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til nánari umfjöllunar í bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Geir Jónsson. Gunnar Axel Axelsson tók til máls að nýju og lagði fram tillögu um að bæjarstjórn samþykkti að gerast formlegur stuðningsaðili að verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli á forsendum þeirra beiðni sem fyrir liggur af hálfu Lýðheilsustöðvar.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.