Selhella 13,byggingarstig og notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 411
30. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Selhella 13 er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 4, fokhelt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 21.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Gunnar Rósinkranz frá og með 1. júlí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.