Steinhella 17a og b, byggingarstig og notkun
Steinhella 17A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 262
16. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur fyrirspurn frá heibrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi samþykkta notkun. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 2 (undirstöður) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og lögboðin lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldi og lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.11.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Verði það ekki gert verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir 20.000 kr/dag skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í framhaldi af því skal sækja um lokaúttekt."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Verði það ekki gert verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir 20.000 kr/dag skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í framhaldi af því skal sækja um lokaúttekt.