Barnaskóli Hjallastefnunnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1649
17. desember, 2010
Annað
Fyrirspurn
7. liður fundargerðar fræðsluráðs 13. des. sl. og 7. liður fundargerðar framkvæmdaráðs frá 15. des. sl. Vísað úr framkvæmdaráði 15. desember sl. til bæjarstjórnar: "Fræðsluráð samþykkir að húsnæði það sem nú hýsir Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut verði flutt á grunn leikskólalóðar við Bjarkavelli og nýtt þar sem útibú leikskóla Hraunvallaskóla frá og með næsta skólaári. Fer fræðsluráð þess á leit við framkvæmdasvið að segja upp húsnæðinu með eðlilegum fyrirvara og undirbúa flutning húsanna ásamt öðrum framkvæmdum því tengdu. Fræðsluráð samþykkir að frá og með 1. janúar 2011 verði innheimt húsaleiga fyrir húsnæði Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut skv. áætlun Fasteignafélags Hafnarfjarðar að upphæð 496.000 kr. á mánuði."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristnn Andersen svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði til að málinu yrði frestað til næsta fundar.Valdimar Svavarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.   Gengið var til atkvæðagreiðslu um framlagða frestunartillögu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.