Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Rósu Guðbjartsdóttur og Ólafs Inga Tómassonar frá næstsíðasta fundi: Þörf er á stórátaki í upphreinsun á hraunum ofan við Reykjanesbraut og í Hellnahraunum. Mikið af bílhræjum, vinnuvélum og allskyns járnarusli hefur safnast þar upp í gegnum árin og áratugina. Nú er svo komið að aðgerða er þörf. Áætlað er að átakið standi yfir í fjórar vikur. 1. Átakið verði í samstarfi við Furu og Gámaþjónustuna um förgun á járni, timbri og öðru rusli sem til fellur. 2. Kannað verði hver lagaleg staða bæjarins er gagnvart lóðareigendum m.t.t. að bærinn fari inn á lóðirnar og sæki drasl sem þarf að farga. Einhverjar lóðir eru í eigu bankastofnana og mörg hús standa auð. 3. Öllum lóðareigendum á ofangreindum stöðum verði sent bréf og /eða haft beint samband (auglýst einnig í fjölmiðlum) þess efnis að stór átak í hreinsum bæjarins sé framundan og öll förgun á járni og öðru rusli verði þeim að kostnaðarlausu. Þessu verði fylgt eftir með því að hafa samband við lóðarhafa og skriflegt leyfi fengið fyrir því að fjarlægja megi bílhræ, vinnuvélar og annað járnrusl. 4. Allt járn og annað rusl sem liggur utan lóða verður fjarlægt eftir tilkynningu í dagblöðum. Ef vafi er um verðmæti þá er það sem fjarlægt er geymt á athafnasvæði Furu í ákveðin tíma áður en förgun er framkvæmd. 5. Leitað verði samstarfs við atvinnuleysistryggingarsjóð um þátttöku í átakinu, ætla má að tíu manns gæti unnið við átakið. 6. Samhliða þessu verða lóðarhafar hvattir til átaks til að snyrta í kringum sig. 7. Áætla má að átakið hefjist 1. október og ljúki 1. nóvember. Fura hf. mun staðsetja gáma á svæðum sem hreinsun fer fram og koma með vinnuvélar þar sem þess verður þörf bænum að kostnaðarlausu. Gámaþjónustan hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu en einhver kostnaður mun falla á bæinn vegna förgunar á timbri og öðru rusli.
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs varðandi kostnað og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs varðandi lögfræðileg atriði.