Undanfarnar vikur og mánuði hefur skipulags og byggingarsvið unni ð jafnt og þétt að því að hvetja lóðarhafa á atvinnu- og nýbyggingarsvæðum í bænum, til þess að hreinsa til á lóðum sínum einkum í þeim tilvikum sem hætta hefur þótt stafað af, annað hvort vegna frágangs og/eða vegna mengunar- og slysahættu og hefur þetta verið unnið innan lagalegs ramma byggingarreglugerðar. En betur má ef duga skal. Nú á haustmánuðum verður sett af stað sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðarsvæðum í bænum, þar sem lóðahafar á iðnaðarsvæðinu á Hraunum og í Hellnahraunum eru hvattir til að taka til á lóðum sínum . · Átakið verði unnið í samráði og samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. · Öllum lóðarhöfum verður sent bréf og tilkynnt sérstaklega að að framundan sé tímabundið átak í hreinsunarmálum á svæðinu. · Þeir lóðahafar sem kjósa að taka þátt átakinu þurfa að gera það skriflega. · Allt járn og annað rusl sem liggur utan lóða verður fjarlægt og fargað ef þess hefur ekki verið vitjað innan 2 mán frá hreinsunardegi. · Leitað verði samstarfs við bæði atvinnutryggingasjóð, framkvæmdasvið og fyrirtæki í bænum um þátttöku í átakinu. · Hlutverk Hafnarfjarðarbæjar verður m.a. að auglýsa átakið og fylgja því eftir og veita viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem mestum framförum taka hvað varðar tiltekt á lóð. Skipulags- og byggingarráð álítur hins vegar nauðsynlegt að áður en farið er út í neyðaraðgerðir á einstökum svæðum og í þeim tilvikum sem ekki verður brugðist við áskorun um bætta umgengni, liggi fyrir heildstæð úttekt á ástandi á annars vegar atvinnulóðum og hins vegar íbúðarlóðum á nýbyggingarsvæðum í bænum. Skipulags- og byggingarsviði verði falið að vinna slíka úttekt samvinnu við framkvæmdasvið og skila eigi síðar en 1. des 2010. Á grundvelli hennar verði verkefnum og hreinsunarsvæðum forgangsraðað. Í kjölfarið verði haft samband við lóðahafa og þeim gefinn lögbundinn frestur til að bæta úr áður en farið verður inn á einstaka lóðir og drasl fjarlægt.