Norðurbakki 23, íbúð 0105, brunavarnir.
Norðurbakki 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 357
27. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
Eigandi íbúðar nr. 0105 gerir athugasemd við að flóttaleið vanti og óskar eftir að arkitekt og byggingaraðila verði gert að koma með tillögur til úrlausnar. Umsögn Brunamálastofnunar liggur fyrir. Teikningar að húsinu voru samþykktar af byggingarfulltrúa 14.02.2006 og höfðu þá stimpil Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 01.09.10 til arkitekts og byggingaraðila hússins að gera tillögur til lausnar á málinu innan fjögurra vikna. tillögur bárust sem skipulags- og byggingarfulltrúi telur leysa málið, og gerði 25.01.11 ÞG-verktökum skylt að sækja um byggingaleyfi fyrir breytingunni og skila gögnum í samræmi við grein 12.2 í byggingarreglugerð innan 2 vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Áður lagt fram bréf ÞG-verktaka dags. 30.01.11. Áður lagt fram álit lögmanns skipulags- og byggingarsviðs. Lögð fram greinargerð skoðunarmanns skipulags- og byggingarsviðs.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir hönnuði og byggingarstjóra skylt að gera flóttaleið út úr svefnherbergi íbúðarinnar í samræmi við grein 158.2 í byggingarreglugerð. Teikningar skulu lagðar inn til byggingarfulltrúa innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun byggingarfulltrúi leggja dagsektir á viðkomandi aðila.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 200314 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092499