Hellisgata 1, bílastæði á lóð
Hellisgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 258
5. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Hallgrímur Marinósson Hellisgötu 1 sækir um að útbúa eitt bílastæði á lóðinni sbr. meðfylgjandi bréf. Umsögn framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.09.10 til umsagnar Byggðasafns Hafnarfjarðar og síðan til skipulags- og byggingarráðs. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.09.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs, en bendir jafnframt á að sökum hæðarmunar á lóðinni er erfitt að átta sig á útfærslu bílastæðisins og aðkomu að því. Erindið er byggingarleyfisskylt, og áður en það er tekið til endanlegrar afgreiðslu þurfa að liggja fyrir uppdrættir í samræmi við grein 12.2 í byggingarreglugerð.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120784 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031821