Gámar, staðsetning og notkun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 256
7. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu staðsetning og notkun gáma. Í byggingarreglugerð segir m.a.: "Gámar skulu ekki standa utan skipulagðra gámasvæða eða gámastæða á lóð. Byggingarnefnd getur í sérstökum tilfellum, svo sem vegna byggingarframkvæmda, þjónustu eða sorpsöfnunar, veitt tímabundið leyfi allt að eitt ár í senn." Samkvæmt þessu ber að líta svo á að gámar séu fyrst og fremst hugsaðir til skamms tíma, og ekki sem varanleg viðbót við húsnæði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að meta útbreiðslu gáma á lóðum ásamt notkun þeirra og gera tillögu að reglum um veitingu stöðuleyfa fyrir þá í samræmi við ásetning reglugerðarinnar.