Fyrirspurn
Tekin til umræðu staðsetning og notkun gáma. Í byggingarreglugerð segir m.a.: "Gámar skulu ekki standa utan skipulagðra gámasvæða eða gámastæða á lóð. Byggingarnefnd getur í sérstökum tilfellum, svo sem vegna byggingarframkvæmda, þjónustu eða sorpsöfnunar, veitt tímabundið leyfi allt að eitt ár í senn." Samkvæmt þessu ber að líta svo á að gámar séu fyrst og fremst hugsaðir til skamms tíma, og ekki sem varanleg viðbót við húsnæði.