Lagt fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: "Fulltrúar Sjálfsæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvernig bæjaryfirvöld hyggjast bregðast við alvarlegum aðvörunum um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar sem fram koma í bréfi eftirlitsnefndarinnar. Einnig gera fulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við að sex mánaða uppgjör Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2010 hefur ekki enn verið birt bæjarráði. " Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram svohljóðandi bókun: "Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sýnir svo ekki verður um villst, hve miklum árangri starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og stjórnendur hafa náð með samstilltu átaki. Framlegðarhlutfall A hluta breytist úr -7,1% árið 2008 í 7,6% árið 2009 og A og B hluta úr -1,1% árið 2008 í 12,4% árið 2009. Heildarskuldir A hluta lækka um 1,5 milljarða og og hlutfall skulda af heildartekjum lækka fyrir A hluta úr 275% árið 2008 í 258% árið 2009 og fyrir A og B-hluta úr 304% árið 2008 í 294%. Það er ljóst að þessi jákvæða þróun heldur áfram árið 2010, með styrkingu gengis og niðurgreiðslu skulda. Unnið er að því að taka saman svör við umbeðnum upplýsingum til eftirlitsnefndar og bæjarráð fagnar því tækifæri að fá að hitta eftirlitsefndina til að ræða rekstur og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar í kjölfarið."