Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3291
26. maí, 2011
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir að gögn sem sýna samskipti bæjarins við eftirlitsnefndina frá áramótum verði lögð fram, þeas. bréf, tölvupóstar eða fundargerðir um samskiptin. Fjármálsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir samskiptum við eftirlitsnefndina.
Svar

Hafnarfjarðarbær hefur kostað kapps um að upplýsa Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga reglulega um fjármál Hafnarfjarðar, framgang fjárhagsáætlunar og vinnu við endurfjármögnun. Upplýsingagjöfin hefur einkum farið fram í gegnum síma og tölvupóst milli fjármálastjóra og starfsmanns nefndarinnar. Eitt formlegt erindi hefur borist, dags. 9. Febrúar sl . Það var lagt fram í bæjarráði þ.  17. febrúar.