Strandgata 82-84, hreinsunar- og málningarslippur
Strandgata 82
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 257
21. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 03.09.10, þar sem óskað er eftir umsögn um það hvort áform Daníelsslipps ehf um að opna hreinsunar- og málningarslipp á stað gamla Drafnarslippsins séu í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Fram kemur að ráðast eigi í að laga húsnæði og aðstöðu til upptöku skipa, ásamt því að laga ásýnd svæðisins. Vísað er til bréfs Gunnars Stefáns Richters f.h. Daníelsslipps dags. 24.08.10. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.09.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 er svæðið skilgreint fyrir blöndu af íbúðum og verslun og þjónustu. Í greinargerð skipulagsins segir: "Á svæðinu er ýmis eldri starfsemi sem þarf að víkja, svo sem slippurinn, dráttarbrautin og gamla Íshúsið."
Svar

Skipulags- og byggingarráð mun synja erindi um að þarna verði ný slippstarfsemi, þar sem það samræmist ekki þeirri stefnu sem sett er fram í núgildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Heilbrigðiseftirlitsins í samræmi við það.    

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 172749 → skrá.is
Hnitnúmer: 10059049