Bæjarráð Hafnarfjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur en hana má rekja til óábyrgra ákvarðana á liðnum árum. Farið hefur verið út í óarðbærar framkvæmdir af ýmsu tagi og óhóflegur arður tekinn út úr fyrirtækinu og færður í borgarsjóð. Bæjarráð krefst þess að áður en ráðist er í umfangsmiklar gjaldskrárhækkanir, endurgreiði borgin þann arð sem hún hefur tekið til sín án innistæðu á undanförnum árum og nýtt að því er virðist til að niðurgreiða útsvar í Reykjavík.