Orkuveita Reykjavíkur-gjaldskrárhækkanir.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3270
23. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá fundi 15. september sl. varðandi ofangreint mál.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur en hana má rekja til óábyrgra ákvarðana á liðnum árum. Farið hefur verið út í óarðbærar framkvæmdir af ýmsu tagi og óhóflegur arður tekinn út úr fyrirtækinu og færður í borgarsjóð. Bæjarráð krefst þess að áður en ráðist er í umfangsmiklar gjaldskrárhækkanir, endurgreiði borgin þann arð sem hún hefur tekið til sín án innistæðu á undanförnum árum og nýtt að því er virðist til að niðurgreiða útsvar í Reykjavík.