Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum Orkuveitu Reykjavíkur og beinir þeim tilmælum til borgarstjórnar Reykjavíkur að huga vel að því til hvaða annarra úrræða hægt sé að grípa til að leysa þá erfiðu stöðu sem upp er komin í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur þann 15. maí 2009, ákvað stjórn fyrirtækisins að greiða 800 milljónir króna í arð til eigenda sinna um leið og því var lýst yfir að ekki væri tilefni til að nýta heimildir til hækkunar álagningarhlutfals útsvars.
Ekki er forsvaranlegt að sú hagræðing sem óhjákvæmilega virðist þörf vera á, felist í því að byrðinni sé velt yfir á íbúa nærliggjandi sveitarfélaga, sem hafa þann eina kost að sækja sér nauðsynlega þjónustu til Orkuveitu Reykjavíkur, enda hefur ekki verið sýnt fram á það með neinum hætti að erfiðleikar í rekstri Orkuveitunnar stafi af þjónustu við þá eða séu tilkomnir vegna fjárfestinga tengdum þeirri þjónustu.