Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 3.apríl sl.
Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12. Bæjarstjórn samþykkti 29.02.12 að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur á verkefnislýsingu og tillögunni var haldinn 08.03.12. Engar athugasemdir komu fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir gasstöð í Straumsvík dags. 06.02.2012 verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."