Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Lagt fram bréf Rio tinto Alcan dags. 27.08.10. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.09.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar
Gunnar Axelsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits.