Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda kranans skylt að fjarlægja hann innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Enn fremur felur Skipulags- og byggingarráð Skipulags- og byggingarsviði að athuga á hvaða stöðum í bænum byggingarkranar eru uppistandandi sem ekki eru í notkun.