Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2011
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1648
8. desember, 2010
Annað
‹ 2
3
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð BÆJH frá 6. des. sl. Tekið fyrir að nýju. Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2011.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun ársins 2011 og langtímaáætlun 2012-2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 8. desember.
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og gerði grein fyrir helstu áherslum í fjárhagsáætlun 2011. Þá tók til máls Valdimar Svavarsson.   Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun ársins 2011 og langtímaáætlun 2012-2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.   Geir Jónsson tók til máls.   Gert stutt fundarhlé.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun ársins 2011 og langtímaáætlun 2012-2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.