Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 433
31. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
HS-Orka sækir með bréfi dags. 26.10.12 um framlengingu framkvæmdaleyfis fyrir borholur í Krýsuvík til eins árs. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti framkvæmdaleyfið 06.10.2010 eftir umfjöllun skipulags- og byggingarráðs með eftirtöldum skilyrðum: Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar.
Svar

Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar. Umsóknin samræmist skipulagslögum nr. 123/2010.