Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3355
18. júlí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svarbréf velferðarráðneytisins dags. 1. júlí 2013 við bréfi Hafnarfjarðarbæjar frá 14. mars sl. varðandi húnsæði St. Jósefsspítala.
Svar

Hafnarfjarðarbær hefur kynnt fyrir velferðarráðuneytinu hugmyndir sínar um hvernig húsnæði fyrrum St. Jósefsspítala geti öðlast nýtt og verðugt hlutverk í þágu nærsamfélagsins í Hafnarfirði og lagt fram raunhæfar tillögur um leiðir í þeim efnum sem gætu gert sveitarfélaginu kleift að taka við húsnæðinu og gera á því nauðsynlegar breytingar. Í svarbréfi ráðherra kemur fram að hann telur sig ekki hafa heimild til að afhenda Hafnarfjarðarbæ þessar eignir á þeim forsendum sem fram koma í erindi Hafnarfjarðarbæjar og er erindinu því hafnað. Í ljósi þessa telur bæjarráð mikilvægt að fá skýr svör frá ríkinu um hverjar fyrirætlanir þess eru varðandi umræddar fasteignir, hvort til standi að setja þær í söluferli eða nýta þær undir starfsemi á vegum ríkisins. Felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir þeim upplýsingum.