Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1644
13. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
8. liður úr fundargerð FJÖH frá 6.okt. sl. Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir þeim áformum sem birtast í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og ganga út á stórfelldan niðurskurð í rekstri St. Jósefsspítala - Sólvangs í Hafnarfirði. Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að staðinn verði vörður um þá mikilvægu þjónustu sem St. Jósefsspítali hefur sinnt í Hafnarfirði, hagsmuni þeirra bæjarbúa sem eiga heimili á Sólvangi og þau mikilvægu störf sem um er að ræða."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson.    Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.