Álfaskeið 35,39. Fokheldi, lokaúttekt, esk.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 496
5. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Komið hefur í ljós að fokheldisúttekt hefur ekki farið fram á bílgeymslum við Álfaskeið 35 og 39. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.7.2011 var eftirfarandi samþykkt gerð: "Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt á bílgeymslunum innan þriggja vikna og eftir það lokaúttekt. Verði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Bifreiðageymslan á lóð nr. 39 er enn skráð á bst. 1 en mst. 8, vantar bæði fokheldi og lokaúttekt. Á lóðinni nr. 35 er bifreiðageymslan á bst og mst 4, þar vantar lokaúttekt.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.