Fyrirspurn
Borist hefur fyrirspurn frá heibriðgðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi samþykkta notkun. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4(fokheldi) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun.Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.10.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 23.02.11 að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. apríl í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Upplýst hefur verið að byggingarstjórinn sé látinn, og var frestur veittur til 25.06.11 til að ráða nýjan byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 22.2.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.06.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.