Steinhella 1, byggingarstig og notkun.
Steinhella 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 575
19. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Upplýst hefur verið að byggingarstjórinn sé látinn, og var frestur veittur til 25.06.11 til að ráða nýjan byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 22.2.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.06.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu. Reyndarteikningar voru samþykktar 28.08.13. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf eigendum 19.02.14 tvær vikur til að bregðast við erindinu áður en dagsektir yrðu lagðar á, þ.e. ráða nýjan byggingarstjóra hafi það ekki verið gert og sækja um lokaúttekt.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið ráðinn byggingarstjóri sem hafi sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189890 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075943