Lögð fram endurnýjuð umsókn Gasfélagsins ehf send í netpósti 3.8.2012 um framlengingu á lóðarleigusamningi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við erindið en deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi.
Svar
Gunnar Axel Axelsson vakti athygli á vanhæfi sínu sem bæjarráð samþykkti og vék hann síðan af fundi.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að framlengja lóðarleigusamning Gasfélagsins ehf um 25 ár eða til ársins 2036.