Íshella 10 er skráð á byggingarstigi 4 og matsstigi 8 og hefur verið tekið í notkun. Árið 2003 var gerð tilraun til lokaúttektar en var synjað þar sem byggingin var ekki fullgerð og ekki í fullu samræmi við samþykkta uppdrætti. Í byrjun febrúar 2013 urðu eigandaskipti á húsinu. Byggingarstjóri sagði sig jafnframt af verkinu.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að ekki er heimilt að taka hús í notkun nema farið hafi fram lokaúttekt/öryggisúttekt. Nýjum eigendum er gert skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem sæki þá þegar um lokaúttekt/öryggisúttekt.