Rauðhella 8, byggingarstig og notkun
Rauðhella 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 520
23. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Á Rauðhellu 8 eru skráðar 3 eignir, sem eru skráðar í bst. 4 mst 8, nema 0103 sem er skráð bst 4 mst.7, allar teknar í notkun. Lokaúttekt fór fram 06.05.13, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Gefnar voru 6 vikur til að lagfæra´það sem á vantaði og sækja að nýju um lokaúttekt. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.02.14 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Öryggismálum hússins er ábótavant og húsið er ekki að fullu brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Hans Ragnar Þorsteinsson og sömu upphæð á eigendur: Lýsing hf., AH - Önglar ehf og H. Jacobsen ehf frá og með 01.09.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120586 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031627