Rauðhella 13, byggingarstig og notkun
Rauðhella 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 399
29. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Í fasteignaskrá er Rauðhella 13 sem er á iðnaðarsvæði skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 31.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna og jafnframt beina því til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: "Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra".

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 188565 → skrá.is
Hnitnúmer: 10073452