Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 12.06.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarstjóri gerði 20.08.13 byggingarstjóra/eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundu áður boðaðar dagsektir koma í framkvæmd skv. 56 grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er skráður á húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir 25.06.14 eigendum skylt að ráða byggingarstjóra á húsið sem boðaði til lokaúttektar innan 5 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.