Fyrirspurn
Á Rauðhellu 16 eru skráðar 3 eignir, 2 eru á bst. 7 mst 7 en ein 0103 er á bst 4 mst.7, sem segir að það vanti lokaúttekt en húsið hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 23.02.12, en frestur var veittur þar sem verið væri að vinna í teikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.12.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt fyrir 15.01.13. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. - Byggingarstjóri hefur sagt sig af verki og óskað eftir úttekt við byggingarstjóraskipti (oft ranglega nefnd stöðuúttekt), en byggingu hússins er lokið og það tekið í notkun án þess að lögboðin stöðuúttekt eins og hún er skilgreind í 55. grein eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998, öryggisúttekt skv. gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012.