Álfhella 13, byggingarstig og notkun
Álfhella 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 392
11. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Álfhella 13 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst/mst 4, en búið er að taka húsið í notkun og vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Borist hafa upplýsingar frá einum eiganda hússins um að Frjálsi Fjárfestingarbankinn vilji ekki sinna erindinu. Lokaúttekt var boðuð 30.03.11 en tókst ekki þar sem nauðsynleg gögn höfðu ekki borist.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203361 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095570