Álfhella 13, byggingarstig og notkun
Álfhella 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 534
29. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Álfhella 13 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt), en búið er að taka húsið í notkun og vantar lokaúttekt sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir voru lagðar á Fore ehf, G. Arnfjörð og Frjálsa fjárfestingabankann, ásamt byggingarstjóra Kjartani Sigurðssyni 01.04.2012.
Svar

Húsið er án brunatryggingar og öryggismál ekki í lagi. Dagsektir voru ranglega felldar niður þar sem það var án samþykkis byggingarfulltrúa. Þar sem eigendaskipti hafa orðið gefur skipulags- og byggingarfulltrúi byggingarstjóra og eigendum frest til 01.12.14 til að sækja um lokaúttekt. Gerist það ekki fyrir þann tíma verða dagsektir lagðar á að nýju á byggingarstjóra og alla eigendur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203361 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095570