Breiðhella 16, byggingarstig og notkun
Breiðhella 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 535
5. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Þórarinn Þorgeirsson frá og með 1. júní 2012. Komið hefur í ljós að Þorarinn Þorgeirsson sagði sig af verki 2012 og enginn byggingarstjóri er á húsinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir niður dagsektir á Þórarinn Þorgeirsson vegna Breiðhellu 16. Jafnframt gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein skipulagslaga nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203387 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095571