Breiðhella 16, byggingarstig og notkun
Breiðhella 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 536
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.11.14 eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein skipulagslaga nr. 160/2010. Borist hefur bréf frá eigendum þar sem staðhæft er að húsið sé aðeins fokhelt og ekki í notkun.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á ákvæði í lóðarleigusamningi:
8. gr.
Lóðarhafa er skylt:
a) að greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.
b) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti, eigi síðar en 7. maí 2007.
c) að ljúka gerð sökkulveggja fyrir 7. október 2007.
d) að gera húsið fokhelt og grófjafna lóð fyrir október 2008.
e) að fullgera húsið ásamt lóð fyrir 7. apríl 2009.
f) að halda byggingarframkvæmdum að öðru leyti áfram með eðlilegum hraða að dómi bæjarstjórnar.

Hafi lóðarhafi hafist handa um byggingu á lóðinni, en framkvæmdir eru ekki í samræmi við framangreinda byggingarfresti, er bæjaryfirvöldum heimilt að beita ákvæðum 45. gr. byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, gagnvart vanefndum lóðarhafa.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203387 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095571