Húsið er ekki að fullu brunatryggt og ekki hefur farið fram úttekt á öryggismálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna, og ef enginn byggingarstjóri er skráður á húsið skulu eigendur ráða nýjan byggingarstjóra sem boði til lokaúttektar innan sama tíma.