Fyrirspurn
Selhella 9 sem er á athafnasvæði er skráð á byggingarstig 2, þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 25.02.11 en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið stenst ekki fokheldi fyrr en sótt hefur verið um byggingarleyfi fyrir milliloftinu og skila inn burðarþolsteikningu af því.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum skylt að skila inn réttum teikningum innan fjögurra vikna, og byggingarstjóra að sækja samhliða um fokheldi og síðan lokaúttekt. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggigarfulltrúi gerði 08.08.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.