Suðurhella 6, byggingarstig og notkun
Suðurhella 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 438
5. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Suðurhella 6 sem er á athafnasvæði er skráð á bst/mst 4, þrátt fyrir að hús virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Þarna á að vera starfandi húsfélag sem boðar til lögleg húsfundar(sem þýðir að allir eigendur eru boðaðir til fundar með ábyrgðarbréfi eða öðrum sannanlegum hætti). Meirihluti húsfundar tekur síðan ákvörðun um að ráða byggingarstjóra til að fara í lögboðnar úttektir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bregðast við erindinu innan tveggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði erindið 18.01.12. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur: Vað fasteignafélag ehf, Jökul Heiðdal Úlfsson Bílaleiguna Jökul ehf., Núll ehf og Jón Auðunn Jónsson í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 kr. 20.000 á dag frá og með 01.02.13 verði ekki brugðist við erindinu og ráðinn byggingarstjóri sem sæki um lokaúttekt fyrir þann tíma.