Fyrirspurn
Suðurhella 6 sem er á athafnasvæði er skráð á bst 4/mst 8, þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Kom þá í ljós að enginn byggingarstjóri var á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 01.18.12 skylt að bregðast við erindinu innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði erindið 18.01.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur 06.06.12. Frestur var veittur til 01.04.13 að því gefnu að boðað hafi verið til lokaúttektar fyrir þann tíma og dagsektir settar í bið á meðan. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.