Fyrirspurn
Húsið á Tjarnarvöllum 3 sem er á miðsvæði Valla er skráð á bst/mst 2, en á að vera fullbyggt samkvæmt lóðarskilmálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt 24.11.10 að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Áður lagður fram tölvupóstur frá Friðjóni Sigurðarsyni f.h. Kröfuhafa Skjaldborg 3 dags. 03.12.10 þar sem fram kemur að húsið sé ekki fokhelt og hafi ekki verið tekið í notkun. Fokheldi var synjað 08.08.08, þar sem eldvarnarveggi vantaði. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda skylt að koma eigninni í fokhelt ástand innan fjögurra vikna. Frestur var veittur til 01.06.11. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.