Fyrirspurn
Gullhella 1, mhl 01 til 04 eru skráðir á bst 2 mst 1, þrátt fyrir að vera fullbyggðir og teknir í notkun. Um er að ræða vélaverkstæði og dreifistöð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldis- og lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.