Álhella 4, byggingarstig og notkun
Álhella 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 577
2. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Skemmuhluti sem hefur verið tekinn í notkun er skráður á byggingarstigi 4. Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar. Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.02.15 byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 15. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri/eigandi ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 218698 → skrá.is
Hnitnúmer: 10102327