Álhella 8, byggingarstig og notkun
Álhella 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 548
11. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Húsnæðið er að hluta skráð á byggingarstigi 1 (skrifstofuhluti óbyggður) og að hluta á byggingarstigi 4 (skemmuhluti tekinn í notkun). Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar.
Svar

Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 218699 → skrá.is
Hnitnúmer: 10102325