Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en gangi nauðsynlegar lagabreytingar fram á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20% prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.